Vefhönnun fyrir þig

Hvort sem þú þarft greinasafn, fyrirtækjavef með netverslun, myndlistarvef, ljósmyndasafn eða vettvang til að kynna baráttumál þín, hugverk eða þjónustu á sviði fjármála, í iðngreinum eða öðrum atvinnurekstri hefur Fenrisúlfur farsæla lausn fyrir þig.

Vefumsjónarkerfi

Vefumsjónarkerfið  er auðvelt í rekstri og engin  tæknikunnátta er nauðsynleg til að bæta við nýju efni.  Við sníðum kerfið að þínum þörfum og kennum þér á það.

Samfélagsmiðlar

Til að ná til fleiri lesenda, viðskiptavina eða stuðningsmanna er mikilvægt að nýta sér ýmsar samskiptasíður á netinu. Við tengjum þær við vefinn þinn.

Snjallsímavefur

Notkun á snjallsímum til að tengjast netinu eykst árlega. 44% Íslendinga tengjast netinu með snjallsíma eða farsíma. Við gerum vefinn þinn snjallsímavænan.

Leitarvélarbestun

Flestir heimsækja vefsíður í fyrsta sinn í gegnum leitarvélar eins og Google. Við sjáum um að vefurinn þinn verði sýnilegri á netinu. Önnumst einnig textagerð og prófarkalestur.

Vefurinn er framtíðin

Netið er bókasafn framtíðarinnar! Hvort sem þú ert skáld, myndlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður, stjórnmálamaður eða háskólakennari getur þú ekki verið viss um að komandi kynslóðir, jafnvel barnabörnin þín, sjái verk þín nema þau séu vistuð á netinu.

Heimasíðugerð

Ertu með snjallvef?

Við tryggjum að vefurinn þinn líti vel út í þráðlausum tækjum. Notkun spjaldtölva og snjallsíma til að tengjast netinu utan heimila og vinnustaða var viðfangsefni rannsóknar Hagstofu Íslands árið 2012. Í ljós kom að 44% íslenskra netnotenda tengjast netinu með farsíma eða snjallsíma og þar af 45% daglega. Verslun á netinu er mikil. 56% netnotenda höfðu verslað á netinu á 12 mánaða tímabili fyrir rannsókn.  Þá nota 92%  netnotenda netið í leit að upplýsingum um vöru og þjónustu.  Nokkur dæmi um viðskipti Íslendinga á netinu:

  • Verslun bóka, tímarita og fjarkennsluefnis 45% 45%
  • Aðgöngumiðar á viðburði 73% 73%
  • Gisting á ferðalögum 56% 56%

Kostir og eiginleikar

allra vefsíða sem við hönnum. Þú þarft ekki að leita annað. Við útvegum lén, hýsingu, vefsíðugerð,  öryggisafrit, netverslun, leitarvélarbestun, textagerð, prófarkalestur, spjallsvæði, deilingu á samskiptasíður, innsetningu myndbanda og þinn eigin vefstjóra ef þú kýst.

Er vefurinn þinn að skila árangri?

Mikilvægt er að íhuga viðmót sitt á netinu og stundum er kominn tími á nýjan vef.

Heillandi vefútlit

Vefsíður sem við hönnum fanga athyglina. Við sníðum útlitið að þínum þörfum hvort sem það er greinasafn, ljósmyndasíða, netverslun eða fyrirtækjavefur.

Textagerð

Einfaldur og skýr texti í hæfilegri lengd sem forðast klisjur og fagmál hjálpar lesendum þínum. Fenrisúlfur getur séð um prófarkalestur og textagerð.

Glæsilegt vefútlit
Kostir og eiginleikar

Snjallvefur

Snjallsímar og spjaldtölvur í sumum tilvikum þurfa útlit og skipan sem hentar litlum skjá. Þess vegna er mikilvægt að allar vefsíður séu snjallsímavænar.

Gagnvirkni

Nútímaleg vefsíða er gagnvirk. Þaðan má deila greinum og myndum til samfélagsmiðla og taka við skilaboðum og áskrifendum að fréttabréfi.

Sveigjanleiki

Mikilvægt er að vefurinn sé þeim kostum búinn að geta fljótt og hæglega bætt við nýrri virkni þegar með þarf. Auðvelt sé að bæta við nýju efni.

Taugamarkaðsfræði

Sumar vefsíður höfða sterkar til fólks en aðrar. Við leitumst við að skapa þessi tengsl með því að taka mið af niðurstöðum taugamarkaðsfræðinnar.

Fenrisúlfur: Spurt & svarað

Spjallsvæði

Ýmist opin eða lokuð spjallsvæði eru góð leið til að gefa lesendum þínum, viðskiptavinum eða kjósendum tækifæri til að skiptast á skoðunum og eiga samráð sín á milli.

Vefstjórinn þinn

Gegn vægu gjaldi færðu eigin vefstjóra sem sér um viðhald, uppfærslur og bætir við nýju efni. Vefstjórinn mælir einnig heimsóknir og árangur markaðsherferða.

Vefhýsing

Mikilvægt er að vefurinn þinn sé hýstur hjá traustri og hraðvirkri vefhýsingu. Við útvegum vefhýsingu hvort sem er á Íslandi eða erlendis. Tryggjum afritun gagna og öryggismál.

Lén

Lénið er heimilisfang þitt á netinu og því mikilvægt að velja það vel. Við útvegum lén hvort sem er með .is, .com eða .net endingu, þitt eigið netfang og þinn eigin vefpóst.

Ýmiss önnur þjónusta sem við bjóðum

Markaðssetning á netinu
Vefverslun
Blogg og fréttaveita

Markaðssetning

Er vefurinn þinn sýnilegur á Google? Ertu á Facebook? Viltu nýta vefinn sem markaðstæki á árangursríkan hátt?

Vefverslun

Nálega 60% íslenskra netnotenda versla á netinu. Ertu að missa af viðskiptum á netinu? Vefverslun eykur markaðshlutdeild þína.

Fræðimannasetur

Netið er bókasafn framtíðarinnar og því mikilvægt að fræðimenn visti hugverk sín þar fyrir netnotendur og komandi kynslóðir.

Við kynnum fyrir þér ný tækifæri á vefnum

Netnotendur eru nú tæp 96% landsmanna og 56% þeirra versla á netinu. Ert þú að nýta þér þá möguleika sem vefurinn býður upp á?

HTML Fréttabréf - Fenrisúlfur

Fréttabréf með tölvupósti

Við önnumst rekstur fréttabréfa. Lesandi skráir netfangið sitt á póstlistann þinn og fær tölvupóst þar sem hann staðfestir áskriftina. Við hönnum fréttabréf fyrir þig með myndum, fréttum og tilboðum og sendum á allan áskrifendahópinn. Áskrifandi getur síðan lesið fréttabréfið í borðtölvunni sinni, spjaldtölvunni eða snjallsímanum.

Vertu í sambandi

við viðskiptavini þína, lesendur eða félagsmenn. Netklúbbar, fréttabréf og auglýsingar á leitarvélum og samfélagsmiðlum er hagkvæm leið til að stækka hópinn sem þú vilt ná til.

Við bjóðum þér ókeypis vefgreiningu!

Hvort sem þú þarft nýjan vef eða vilt uppfæra þann gamla getur þú fengið ókeypis ráðgjöf

Share This